Söngkonan Beyoncé Knowles-Carter hefur þróað viskítegund í samstarfi við Moët Hennessy, dótturfélag LVMH. Verkefnið, sem var upphaflega kallað Destiny, hefur verið í undirbúningi í mörg ár og hefur viskíið nú fengið nafnið SirDavis.

Á síðu Decanter segir að Moët Hennessy hafi í mörg ár leitað að framleiða amerískt viskí sem væri með svipað bragð og japanskt viskí, sem Beyoncé er sérstaklega hrifin af.

Söngkonan Beyoncé Knowles-Carter hefur þróað viskítegund í samstarfi við Moët Hennessy, dótturfélag LVMH. Verkefnið, sem var upphaflega kallað Destiny, hefur verið í undirbúningi í mörg ár og hefur viskíið nú fengið nafnið SirDavis.

Á síðu Decanter segir að Moët Hennessy hafi í mörg ár leitað að framleiða amerískt viskí sem væri með svipað bragð og japanskt viskí, sem Beyoncé er sérstaklega hrifin af.

Viskíið var búið til af hinum margverðlaunaða Dr. Bill Lumsden hjá LVMH. Tilraunir hans leiddu á endanum til framleiðslu á amerísku viskíi sem var blanda af 51% rúg og 49% möltuðu byggi.

Lokavaran er svo gerjuð í hvítum amerískum eikartunnum áður en hún fer yfir í gamlar Pedro Ximenez sherry-tunnur þar sem hún fær aukaþroska í sex til níu mánuði.

„Við leituðum að því að ögra flokkaviðmiðunum og bjóða upp á eitthvað nýtt. Einstakt val á korni og óvenjulegur aukaþroski í sherry-fötum hjálpaði okkur að ná einkennum þessa viskís sem er algjörlega SirDavis,“ segir Bill Lumsden.

Nafn viskísins kemur frá langafa Knowles-Carter, Davis Hogue, sem var bóndi og bruggari á tímum áfengisbannsins. Viskíinu er því ætlað að fanga og heiðra arfleifð hans.