Bruschetta – Fljótlegur réttur með langa sögu
Bruschetta, þessi einfaldi en heillandi réttur, hefur verið hluti af ítalskri matargerð í gegnum aldirnar. Nafnið bruschetta er dregið af ítölsku sögninni bruscare, sem þýðir „að rista yfir eldi“, og lýsir upprunalegu aðferðinni við að grilla brauðsneiðar þar til þær verða stökkar og ilmandi.
Uppruni bruschetta er tengdur Mið-Ítalíu, sérstaklega Lazio og Toskana, þar sem bændur nýttu gömul brauð með því að rista það og bera fram með nýpressaðri ólífuolíu. Þetta var einnig leið til að prófa gæði olíunnar – einni af undirstöðum ítalskrar matarmenningar.
Þó að klassísk bruschetta samanstandi oftast af ristuðu brauði með hvítlauk, og toppuðu með ferskum tómötum, basilíku og ólífuolíu, hefur rétturinn þróast með tímanum. Í dag má finna ótal útgáfur, allt frá einföldum sveppabruschettum til sætra útfærslna með hunangi og sætum kartöflum. En sú klassíska, með tómötum og basilíku, stendur alltaf fyrir sínu – fullkomin byrjun á hvaða máltíð sem er eða einfaldlega sem snarl með góðu vínglasi.
Bruschetta með ferskum tómötum og basilíku
Innihaldsefni:
- 1 baguette eða ciabatta-brauð
- 4-5 meðalstórir tómatar (best ef þeir eru þroskaðir)
- 1 lúka fersk basilíka
- 2-3 hvítlauksgeirar
- 3 msk ólífuolía (aukalega til penslunar)
- Salt og svartur pipar eftir smekk
- Balsamik-gljái (valfrjálst)
Aðferð:
Undirbúningur brauðsins:
Skerðu baguette í sneiðar (um 1 cm þykkar). Penslaðu með ólífuolíu á báðum hliðum og ristið á heitri pönnu eða í ofni þar til sneiðarnar eru gullinbrúnar.
Tómata-blandan:
Skerðu tómatana í litla bita og settu þá í skál. Saxaðu ferska basilíku gróft og bættu við tómatana. Kryddaðu með salti, pipar og 2 msk af ólífuolíu. Hrærðu varlega saman.
Hvítlauksbragð:
Þegar brauðið er heitt og stökkt, nuddaðu það með hvítlauksgeirunum til að gefa léttan hvítlaukskeim.
Setja saman:
Settu 1-2 msk af tómata-blöndunni á hverja brauðsneið. Ef þú vilt, skvetttu smá balsamik-gljáa yfir til að fá sætt bragð.
Berðu fram:
Raðaðu á fallegan disk eða viðarplanka og berðu fram strax, svo brauðið haldist stökkt.