Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, hefur gengið frá kaupum á 356 fermetra einbýlishúsi að Haukanesi 5 í Garðabæ. Kaupverð einbýlishússins nam 259 milljónum króna og fermetraverð var því um 728 þúsund krónur.

Seljandinn hússins er Karl Björgvin Brynjólfsson, eða „HM-karlinn“ eins og hann kallaði sig í kringum Heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2018 þar sem Ísland var meðal þátttökuþjóða. Myndskeið af Karli fylgjast með leikjum Íslands vöktu mikla kátínu meðal landsmanna, enda sýndu þau glögglega hve mikið hann lifir sig inn í leikina.

Þá vakti athygli er Karl auglýsti börn sín á lausu í miðbæ Akureyrar.

Húsið að Haukanesi var byggt árið 1985 og teiknað af Kjartani Sveinssyni.