Rannsókn sem gerð var af samtökunum Pesticide Action Newtwork á 50 mismunandi evrópskum víntegundum leiddi í ljós að margar vínflöskur innihéldu lítið magn af tríflúorediksýru.

Á vef Decanter segir að magnið hafi ekki verið mikið en samtökin segja niðurstöðurnar engu að síður sláandi.

Sýran, eða TFA, er einnig kallað „eilífa efnið“ (e. forever chemical) og er meðal annars notað í slökkvifroðu hjá bandarískum slökkviliðum. Það samanstendur af perflúoralkýl, eða PFAS, sem er flokkur tilbúinna efnasambanda sem er mikið notað í iðnaði.

Evrópska matvælaöryggisstofnunin sagði í fyrra að verið væri að endurskoða viðmiðunargildi fyrir TFA. Sögulega séð hefur efnið ekki verið talið heilsuspillandi en gæti þó haft áhrif á æxlunarheilsu fólks.

„Tilvist TFA í umhverfinu er svo sannarlega samfélagslegt áhyggjuefni sem verðskuldar alvarlega og alþjóðlega athygli. Vínframleiðendur þurfa að huga að þessum áhyggjum og eru staðráðnir í að leggja sitt af mörkum til umræðunnar á uppbyggilegan hátt,“ segir í tilkynningu frá evrópsku vínframleiðendasamtökunum CEEV.