Galakvöld Bocuse d´Or verður haldið á veitingastaðnum Eiríksdóttir í Grósku þann 12. október næstkomandi.

Þar munu þekktustu matreiðslumenn landsins matreiða sigurrétti sína frá árunum sem þeir kepptu í Bocuse d´Or og kynna fyrir gestum bragðgæði og metnað sem einkennt hefur íslenska matargerðarlist í keppninni.

Allur ágóði af kvöldinu rennur til styrktar Sindra Guðbrandi Sigurðssyni sem verður fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or matreiðslukeppninni árið 2025.

„Þetta er óviðjafnanlegt tækifæri fyrir sælkera og mataráhugafólk til að njóta töfra Bocuse d'Or rétta sem endurspegla bestu matargerðarlist landsins,“ segir í tilkynningu.

Matseðill kvöldsins:

Dúfa og bris – Sturla Birgisson, 1999

Humar og trufflur – Hákon Már Örvarsson, 2001

Kavíar- og vatnsdeigsbollur – Þráinn F. Vigfússon, 2011

Bleikja, laukar og eggjakrem – Sigurður Helgason, 2015

Þorskhnakki, kartöflur og ákavíti – Sindri G. Sigurðsson, 2025

Jarðskokkar, gulbeða og agúrka – Viktor Örn Andrésson, 2017

Kjúklingalæri, lifur og grænerturnar – Friðgeir Ingi Eiríksson, 2007

Dádýr, rauðrófa og andalifur – Sigurjón B. Geirsson, 2023

Hvítt súkkulaði, skyr og pistasíur – Sigurður Laufdal, 2021

Sérvalin frönsk eðalvín fylgja þá einnig hverjum rétti.