Það eru fáir réttir sem kalla fram jafn mikla hlýju og sjarma í ítalskri matargerð og lasagne al forno. Lasagna, réttur sem samanstendur af pastaplötum, bechamel-sósu, pastasósu og nautahakki, á sér rætur að rekja til Emilia-Romagna á norðurhluta Ítalíu.

Rétturinn er þekktur um allan heim og er eftirlæti margra en, líkt og með aðra rétti, þá getur verið flókið að finna hið fullkomna vín sem passar við réttinn.

Vínblaðið Decanter segir að lykillinn felist í því að finna vín með ferska sýru. Þar segir að sýran skeri sig vel í gegnum lög réttarins og skapi jafnvægi með rjómalagaðri bechamel-sósu og bragðmiklu nautakjöti.

„Lasagna á það til að vera frekar bragðmikið, sérstaklega með bechamel og nautahakki, þannig rauðvín er fullkominn félagi. Ég myndi mæla með Barbera frá Ítalíu, Beaujolais frá Gamay eða austurríska víninu Zweigelt,“ segir Matthieu Longuere, vínþróunarstjóri hjá Le Cordon Bleu London.

Gamall málsháttur segir einnig: „Það sem vex saman fer vel saman“. Með öðrum orðum er best að halda sig við vín frá norðurhluta Ítalíu. Decanter mælir með Sangiovese-þrúgunni sem finnst víða um Emilia-Romagna og er líka ríkjandi í nágrannaríkinu Toskana.