Þakkargjörðarhátíðin, eða Thanksgiving, er ein vinsælasta hátíð Bandaríkjanna og á sér rætur sem ná aftur til 17. aldar. Hún er haldin síðasta fimmtudag í nóvember og er dagur þakklætis, fjölskyldusamveru og auðvitað matar.
Hvernig byrjaði þetta allt saman?
Sagan segir að árið 1621 hafi hópur pílagríma og Wampanoag-frumbyggja setið saman til að fagna fyrstu uppskeru pílagrímanna í nýju landi. Þeir deildu mat og þetta hefur síðan verið talin fyrirmynd nútíma þakkargjörðarhátíðar.
Hins vegar eru skiptar skoðanir um þessa söguskýringu. Sumir benda á að sagan sé aðeins rómantísk útgáfa af flóknari sambandi milli Evrópubúa og frumbyggja. Þó þessi fyrsta veisla hafi verið til marks um samvinnu, urðu samskiptin oft erfið og tragísk í framhaldinu. Því minna sumir á að þakkargjörðarhátíðin ætti líka að hvetja okkur til að hugsa um söguna í heild og læra af henni.
En það er líka í lagi að njóta dagsins til að gleðjast yfir því sem við höfum – því það gerðu þeir líklega líka árið 1621.
Hefðir sem allir elska
Þakkargjörðarhátíðin snýst að miklu leyti um samveru, gleði og óhóflega neyslu á kolvetnum. Hér eru nokkrar af þeim hefðum sem hafa þróast í gegnum tíðina:
- Kalkúnninn á borðið: Kalkúnninn hefur verið táknmynd hátíðarinnar síðan á 19. öld og er iðulega eldaður með fyllingu sem er jafnvel bragðmeiri en fuglinn sjálfur.
- Trönuberjasultan: Fersk eða úr dós, hún er alltaf með – og enginn veit af hverju.
- Graskersbaka: Eftirrétturinn sem fær alla til að hugsa: „Af hverju borðum við þetta ekki oftar?“
- Skrúðgöngur og íþróttir: Macy's skrúðgangan í New York er „must-see“ fyrir marga, á meðan aðrir klikka ekki á að horfa á amerískan fótbolta.
Skemmtilegar staðreyndir um hátíðina
- Það eru borðaðir yfir 45 milljónir kalkúna á þakkargjörðardaginn.
- Macy's skrúðgangan hefur verið haldin síðan 1924.
- Fyrir sumum er hátíðin bara upphitun fyrir annan helsta þjóðaríþróttadag Bandaríkjamanna, „Black Friday,“ sem fer beint fram úr þakkargjörðinni í ákafa.