Vorið er tíminn þegar allt lifnar við – og fullkomið tækifæri til að endurnýja venjur, þar á meðal morgunverðinn. Hér eru fjórar einfaldar, nærandi hugmyndir sem gleðja bæði auga og bragðlauka.

GRÆN SMOOTHIE-SKÁL MEÐ ÁVÖXTUM OG KÓKOSFLÖGUM

Þú þarft:

1 avókadó 1 lúku spínat

1 lítinn banana 1 msk. sítrónusafa

1 dl gríska jógúrt eða plöntujógúrt

Nokkur jarðarber

1 kíví kókosflögur

Aðferð: Maukaðu avókadó, spínat, banana, sítrónusafa og jógúrt saman í blandara þar til blandan verður mjúk og jöfn. Helltu í skál og raðaðu sneiddum jarðarberjum, banana og kíví yfir. Stráðu kókosflögum yfir í lokin.

BERJASMOOTHIE SEM ILMAR AF SUMRI

Þú þarft:

1 dl frosin bláber

1 dl frosin hindber

1 banana

1 dl jógúrt eða plöntumjólk

½ dl vatn eða kókosvatn

Aðferð: Blandaðu öllum hráefnum saman í blandara þar til drykkurinn verður sléttur. Helltu í glas og skreyttu með ferskum berjum ef þú vilt.

Fleiri uppskriftir er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út í gær.

Hér er umfjöllunin í heild fyrir áskrifendur Viðskiptablaðsins.