Alma Högna Bremond og David Siklos opnuðu nýjan bar, Litli Barinn, við Ránargötu 4a, síðasta sumar. Barinn er staðsettur við Local 101 hótelið og segja þau að barinn átti að endurspegla ímynd Reykjavíkur.

Barinn kynnir mikið af íslenskri tónlist, bókmenntum og list og býður upp á notalegt umhverfi í hjarta borgarinnar. Snarl er í boði á matseðli staðarins ásamt góðu úrvali bjóra, kokteila og er einnig hægt að panta vínflöskur.

David er sjálfur frá Kanada og Alma er hálf frönsk og hálf íslensk. Saman byrjuðu þau að gera staðinn upp síðasta vor en þau vildu endilega búa til notalegan miðpunkt sem lægi á milli vesturbæjarins og miðborgar Reykjavíkur.

Þriggja stjörnu hótelið þeirra var einnig enduropnað og hýsir blöndu af nútímalist og gamalli íslenskri menningu. Að sögn eiganda mun staðurinn veita gestum einstaka og ósvikna upplifun í faðmi borgarinnar.

Litli Barinn er opinn alla daga milli 16 og 22 og eru happy hour tilboð frá 16-18.