Polestar 3 var frumsýndur í Danmörku í gær en hægt verður að forpanta bílinn strax í kjölfarið. Polestar 3 er kraftmikill, rafknúinn jeppi sem höfðar til skilningarvitanna með áberandi lögun og góðum aksturseiginleikum.
Aksturseiginleikar eru lykilatriði að sögn Polestar, með áherslu á meira en eingöngu beinlínuhröðun. Í upphafi eru allar útgáfur fjórhjóladrifnar, tvískipt aflrás með rafdrifnu „torque vectoring“ sem tengt er aftari rafmótor með tvíkúplingu.
Staðalbúnaður er aðlagandi fjöðrunarkerfi með tveggja hólfa loftfjöðrun og sívirkum dempurum, sem gerir Polestar 3 kleift að skipta á milli þæginda og stífrar fjöðrunar og aðlaga demparana að aðstæðum á vegum á tveggja millisekúndna fresti.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í Bílablaðinu, fylgiriti nýjasta tölublaðs Viðskiptablaðsins.