Vladímír Pútín Rússlandsforseti hélt upp á fimmtugsafmæli sitt fyrir tæpum aldarfjórðungi í ríkisreknu víngerðinni Cricova í Moldóvu. Fyrrverandi forseti Moldóvu gaf Pútín einnig nokkrar vínflöskur meðan á heimsókninni stóð.

Safninu var síðan komið fyrir sem sýningargrip í vínekrunni, sem liggur í um níu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Chisinau, ásamt mynd af rússneska leiðtoganum.

Víngerðin hefur nú tilkynnt að búið sé að fjarlægja flöskurnar og hefur þeim verið komið fyrir í dimmu, læstu herbergi.

„Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu fengum við fullt af spurningum sem við gátum ekki svarað um það hvers vegna safnið væri enn til sýnis,“ segir Sorin Malso, eigandi víngerðarinnar.

Þar má einnig sjá myndir af öðrum frægum gestum eins og Zelensky, Angelu Merkel, John Kerry og Yuri Gagarin, fyrsta geimfaranum. Hermann Göring, hægri hönd Hitlers, er enn til sýnis á safninu og undirstrikar það hversu slæmt orðspor þitt þarf að vera til að vera rekinn af víngerðinni.

Cricova hýsir næststærsta vínkjallara landsins en kjallarinn inniheldur 120 kílómetra göng sem leiða inn í mismunandi víngeymslur.