Kanadíski leikarinn Seth Rogen er þekktur víða um heim fyrir hlutverk sín í þáttunum Freaks and Geeks og kvikmyndum eins og Pineapple Express og Knocked Up. Hann er hins vegar líka þekktur fyrir ást sína á kannabis.

Árið 2019 sameinaði hann ástríðu sinni fyrir kannabis og áhugamáli sínu um keramik og stofnaði vörumerkið Houseplant. Fyrirtæki sem framleiðir fallega hannaðar vörur sem snúast í kringum plöntuna.

Nýlega ákvað leikarinn að fara skrefinu lengra og kynnti á markað bragðbætt sódavatn sem inniheldur THC. Drykkurinn ber nafn vörumerkisins og inniheldur hver dós þrjú milligrömm af THC, tiltölulega lítill skammtur sem er tilvalinn fyrir veislur eða til að slaka á.

„Það eru ekki allar aðstæður sem kalla á að reykja gras og svo eru ekki allir sem vilja reykja heldur. Houseplant-drykkirnir bjóða upp á aðgengilegan skammt sem er fullkominn fyrir þá sem vilja prufa THC í fyrsta skipti og líka fyrir venjulega neytendur eins og mig,“ segir Seth.