Safnarar japansks viskís munu í þessum mánuði fá tækifæri til að kaupa hina ofursjaldgæfu Full Card Series frá hinum goðsagnakennda eimara Ichiro Akuto þegar það fer á uppboð hjá Bonhams, sem hefur sett verðið á 700 þúsund til 1,2 milljónir evra.

Safnið samanstendur af 54 flöskum og hefur hver og ein verið árituð af hinum þekkta eimingarmeistara, Ichiro Akuto.

Isouji Akuto stofnaði fyrirtækið Hanyu árið 1941 en hann var afkomandi nítján kynslóða sake-framleiðanda. Markmið hans var að framleiða hágæða viskí sem fékk innblástur frá skoskum viskítegundum.

Hanyu hætti framleiðslu árið 2000 en barnabarn hans, Ichiro Akuto, tryggði sér rúmlega 400 tunnur af þessu sjaldgæfa viskíi.