Skyndibitakeðjan Subway í Bandaríkjunum ákvað nýlega að bæta við tólf tommu vöru á matseðilinn sinn en valkosturinn kemur þó ekki í formi samloku. Um er að ræða tólf tommu bakka af nachos og verður aðeins í boði í takmarkaðan tíma.
Subway rukkar fimm dali, eða um 660 krónur, fyrir hvern bakka en rétturinn var fyrst kynntur í janúar og lítur meira út eins og eitthvað sem var búið til af háskólanemum eftir nokkra kalda.
Bakkinn er hlaðinn með Nacho Cheese Doritos-flögum og fer svo rifinn ostur og nacho-ostasósa ofan á þær áður en bakkinn er hitaður inni í ofni. Síðan eru saxaðir rauðlaukar, tómara og japalenos sett ofan á flögurnar áður en Baja Chipotle-sósu er skvett ofan á.
Hægt er að biðja um steik eða kjúkling án aukakostnaðar en viðskiptavinur þarf hins vegar að greiða aukalega ef hann vill fá malað avókadó með.
Paul Fabre, aðstoðarforstjóri matreiðslu og nýsköpunar hjá Subway, segir í samtali við Food & Wine að þetta sé næsta stig þróunar fyrir viðskiptavini sem elska Subway-samlokur, ferskt grænmeti og bragðgott álegg.