Fulltrúar íslenska götubitans í ár, Komo, sigruðu í tveimur flokkum á European Street Food Awards sem fór fram í Saarbucken í Þýskalandi um helgina.

Komo sigraði í flokknum Spice Awards og Sustainability Awards og hlaut Götubitinn svo annað sætið í flokknum Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu.

Fulltrúar íslenska götubitans í ár, Komo, sigruðu í tveimur flokkum á European Street Food Awards sem fór fram í Saarbucken í Þýskalandi um helgina.

Komo sigraði í flokknum Spice Awards og Sustainability Awards og hlaut Götubitinn svo annað sætið í flokknum Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu.

Hátt í 28 þátttakendur voru á hátíðinni í ár og voru þar matreiðslumenn frá 16 mismunandi löndum.

Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima en hann hefur samtals unnið til níu verðlauna. Í fyrra sigraði hann með kóreskar tígrisbollur, sem voru einnig á boðstólum á hátíðinni í Þýskalandi.

Sonur Atla, sem er sjálfur matreiðslumaður og vaktstjóri hjá Fiskifélaginu, var með honum í för. Þar að auki kom frændi hans, Magnús Örn Friðriksson, yfirkokkur á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilinu á Akureyri, einnig með.