Bandarískar verslunarmiðstöðvar voru eitt sinn vinsælustu áfangastaðirnir fyrir fólk á öllum aldri til að hittast og versla. Á níunda áratugnum voru rúmlega 2.500 stórar verslunarmiðstöðvar um alla Bandaríkin en nú eru þær ekki nema 700.

Síðustu áratugina eftir það hafa þeir upplifað erfitt tímabil með innleiðingu netverslunar, breytingar í smásölubransanum og Covid.

Þróunin virðist þó vera að breytast og samkvæmt fréttaflutningi CNBC eru margir af Gen Z-kynslóðinni farnir að heimsækja verslunarmiðstöðvar og vilja versla vörur sínar á staðnum.

Verslunarmiðstöðvar hafa einnig fundið annað aðdráttarafl sem er að hjálpa til við að endurlífga menninguna en það eru barir og veitingastaðir. Samkvæmt könnun frá Yelp voru 17 af 25 vinsælustu áfangastöðum verslunarmiðstöðva veitingastaðir.

„Þetta er búið að breytast mikið. Áður fyrr var það þannig að fólk heimsótti verslunarmiðstöðvar til að versla og fékk sér svo kannski bita eftir á. Að mörgu leyti hefur þetta snúist við og nú kemur fólk til að borða og verslar svo kannski eftir á,“ segir David Henkes hjá markaðsrannsóknarfyrirtækinu Technomic.