Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, og eiginkona hans Sunna Víðisdóttir, tölfræðingur og fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, hafa fest kaup á 223 fermetra einbýlishúsi að Vallarbraut 24 á Seltjarnarnesi.
Kaupverð hússins nemur 152,5 milljónum króna og fermetraverð nemur því um 684 þúsund krónum.
Seljendur eru Ástráður Hreiðarsson læknir og Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.
Viggó, sem er uppalinn Seltirningur, er samningsbundinn þýska liðinu Erlangen.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.