Lögreglan í Frakklandi og Ítalíu segist hafa upprætt alþjóðlega svikamyllu sem falsaði verðmætar vínflöskur. Sumar flöskur kostuðu allt að 2,2 milljónir króna en hópurinn þénaði allt að 300 milljónir króna í gegnum starfsemina.

Sex manns voru handteknir í París, Tórínó og Mílanó, þar á meðal rússneskur ríkisborgari sem er grunaður um að vera höfuðpaur.

Lögreglan í Frakklandi og Ítalíu segist hafa upprætt alþjóðlega svikamyllu sem falsaði verðmætar vínflöskur. Sumar flöskur kostuðu allt að 2,2 milljónir króna en hópurinn þénaði allt að 300 milljónir króna í gegnum starfsemina.

Sex manns voru handteknir í París, Tórínó og Mílanó, þar á meðal rússneskur ríkisborgari sem er grunaður um að vera höfuðpaur.

Hópurinn er sagður hafa búið til falsaða merkimiða sem áttu að hafa komið frá frægum frönskum vínekrum og voru flöskurnar síðan seldar á fullu markaðsverði í gegnum vínsölumenn víðs vegar um heiminn.

Að sögn BBC hefur vínfölsun verið á uppleið undanfarinn áratug en fyrir nokkrum árum síðan samanstóð iðnaðurinn af örfáum sérfræðingum sem fölsuðu límmiða og vaxþétti sem enduðu á ódýrum vínflöskum.

Kaupendur víðs vegar um heiminn, þá sérstaklega frá Kína, eru þó tilbúnir að greiða hátt í 3,5 milljónir króna fyrir hágæða vínflöskur og verður fölsun af þessu tagi því sífellt algengari. Þar sem sumir kaupendur geyma vínflöskur sínar óopnaðar í mörg ár er ómögulegt fyrir þá að vita að um sé að ræða falsað vín.