Franskir vínframleiðendur söfnuðust nýlega fyrir framan verslanir Lidl í Rhône-dalnum í Frakklandi til að mótmæla verðlagningu á víni þeirra. Ræktendur mölvuðu meðal annars nokkrum flöskum fyrir utan verslunina til að sýna reiði sína.

Hin umrædda víntegund, Côtes-du-Rhône, er fáanleg í lágvöruverslun Lidl en þar kostar flaskan ekki nema 1,69 evrur, eða um 245 krónur.

Jordan Charransol, forstöðumaður ungra bænda í Vaucluse, hefur sakað smásöluaðila um að lítilsvirða víntegundina. Hann segir framleiðslukostnað vínsins vera 1,40 evrur á hvern lítra en segir að stórmarkaðir kaupi lítrann á 0,80 evrur og selji vínið síðan á lágu verði.

„Við viljum fá greitt fyrir það virði sem vínið samsvarar svo við getum lifað af. Með því að lækka verðið eru þeir að eyðileggja víniðnaðinn. Við höfðum líka til neytenda sem gegna mikilvægu hlutverki. Þeir vita það vel að 1,69 evrur nægja ekki til að borga ræktendum og viljum að fólk sleppi því að kaupa þessi vín.“