Anna Bergmann hefur verið ráðinn markaðsstjóri Slippfélagsins Anna, sem er 26 ára, kemur til Slippfélagsins frá auglýsingastofunni Pipar\TBWA þar sem hún starfaði sem samfélagsmiðlafulltrúi í efnisframleiðslu.

Þar áður var hún markaðsfulltrúi hjá ChitoCare ásamt því að blogga á Trendnet. Anna er með B.A. gráðu í Fashion Business, Communication and Media frá Istituto Marangoni í Milano.

„Slippfélagið er næst elsta starfandi hlutafélag landsins og á sér 120 ára sögu, það er því heiður að taka við keflinu sem markaðsstjóri fyrirtækisins. Ég hlakka til að vera hluti af þessu öfluga teymi og fá tækifæri til þess að takast á við þær áskoranir sem bíða mín. Slippfélagið hefur gert góða hluti í markaðsmálum í gegnum tíðina og það verður spennandi að taka þá vegferð á annað plan,” segir Anna í tilkynningu.