Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST) hefur ráðið á Þóri Sveinsson í stöðu fjármálastjóra og Kristjönu Millu Snorradóttur í stöðu mannauðs- og rekstrarstjóra.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hann er menntaður viðskiptafræðingur með cand. oceon. gráðu frá Háskóla Íslands og hefur lokið MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu. Þórir verður með starfsstöð bæði á Ísafirði og Patreksfirði. Tveir umsækjendur voru um stöðuna.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sex umsækjendur sóttu um stöðu mannauðs- og rekstrarstjóra. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Vegna vensla við Kristjönu Millu tók forstjóri HVEST ekki þátt í ráðningu mannauðs- og rekstrarstjóra. Framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar, auk ráðgjafa Hagvangs, önnuðust viðtöl við umsækjendur og mat á þeim. Einhugur var meðal þeirra um að ganga til samninga við Kristjönu Millu.
Um Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa ríflega 250 manns, en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Innan heilbrigðisumdæmisins eru sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.
Með ráðningu fjármálastjóra og mannauðs- og rekstrarstjóra er komin að mestu ný yfirstjórn yfir stofnunina, en nýr forstjóri tók við í sumar og nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur við 1. október.