Gilhagi ehf., félag Arnaldar Indriðasonar, hagnaðist um 117 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður um 85 milljónir frá fyrra ári. Rekstrartekjur námu 83 milljónum króna og drógust saman um 16 milljónir milli ára.

45 milljóna króna hagnaður varð af verðbréfasafni á síðasta ári, meðan 81 milljónar króna tap varð af því árið 2020.

Eignir námu tæplega 1,1 milljarði króna, þar af nam verðbréfaeign 923 milljónum króna. Eigið fé nam einnig tæplega 1,1 milljarði.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.