Félagið Vatnsholt ehf., sem er í eigu hjónanna Hjörleifs Þórs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg, hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ári.
Nær allur hagnaður ársins var tilkominn vegna hlutdeildar í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga. Eignir námu 5,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé 5,4 milljörðum.
Í bókum félagsins er dótturfélagið Feier ehf. metið á 4,4 milljarða króna, en umrætt félag á m.a. stóra eignarhluti í Bílaumboðinu Öskju og Öryggismiðstöðinni.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/119493.width-1160.png)
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.