Greiningaraðilar telja að stærstu bankar Bandaríkjanna muni leggja meira en 4,5 milljarða dala til hliðar til að mæta mögulegu tapi vegna afskrifaðra lána, að því er kemur fram í frétt Financial Times.

Þrátt fyrir að eftirspurn eftir lánsfjármagni fari vaxandi búa bankarnir sig undir möguleikann að hækkandi vextir mun draga úr umsvifum í hagkerfinu með tilheyrandi útlánatapi. Slíkar áhyggjur hafa þegar haft í för með sér lækkandi hlutabréfaverð banka í ár.

„Á þessum tímapunkti eru ekki væntingar um að bankarnir verði strax fyrir útlánatapi. Stóra spurning er hvernig hafkerfið mun þróast út næsta ár og næstu 18 mánuði,“ hefur FT eftir greinanda hjá Jefferies.

Sex stærstu bankarnir, sé litið til eigna – JPMorgan Chase, Bank of America, Citigroup, Wells Fargo og Morgan Stanley – munu samtals bókfæra 4,5 milljarða dala virðisrýrnun, eða sem nemur 650 milljörðum króna, í varúðarskyni vegna horfa um aukið útlánatap.

Gert er ráð fyrir að varúðarfærslur verði þó talsvert minni hjá lánveitendunum en í byrjun Covid-faraldursins.