Félög í eigu Fenger-fjölskyldunnar, Helgafell og Eignarhaldsfélagið Kolka, skiluðu samanlagt 726 milljóna króna hagnaði í fyrra.

Viðsnúningur var hjá Helgafelli, sem fer með 46,09% hlut í S121, stærsta hluthafa fjárfestingafélagsins Stoða. Hagnaður ársins 2023 nam 624 milljónum króna en árið áður nam tap 1.130 milljónum.

Félagið er í eigu Ara, Bjargar og Kristínar Fenger auk Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða og eiginmanns Bjargar, og Helgu Lilju Gunnarsdóttur, eiginkonu Ara.

Hagnaður samstæðu Eignarhaldsfélagsins Kolku, sem e í eigu Ara, Bjargar og Kristínar Fenger, nam þá 102 milljónum króna í fyrra, samanborið við 176 milljónir árið 2022. 

Kolka er móðurfyrirtæki 1912, sem á heildsölufélögin Nathan & Olsen og Ekruna auk Emmessís. Þá á 1912 50% í Huppuís.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.