Netöryggis­fyrir­tækið Aftra hefur tryggt sér 200 milljón króna fjár­mögnun sem fyrir­tækið segir að muni styðja við vöxt og gera því kleift að sækja fram á er­lendum mörkuðum.

Aftra er ís­lensk hug­búnaðar­lausn sem kort­leggur stafrænt fót­spor fyrir­tækja til þess að koma auga á hugsan­lega veik­leika sem hakkarar gætu nýtt sér.

Syndis stofnaði sjálf­stætt félag í kringum Aftra í maí á þessu ári, en bæði félögin eru nú hluti af eignar­halds­félaginu Skyggni.

Í frétta­til­kynningu segir að lausn Aftra sé byggð á að­ferðafræði hakkara og mark­mið hennar sé að hjálpa stjórn­endum að skilja og taka aukna ábyrgð á netöryggi sinna fyrir­tækja.

Björn Orri Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Aftra, segir spennandi tíma fram undan hjá fyrir­tækinu.

„Starfs­fólk Aftra er í miklum sóknar­hug og við erum þakk­lát að hafa Syndis og Skyggni með okkur sem sterka bak­hjarla. Okkar mark­mið er að gera Aftra að bestu fyrir­byggjandi netöryggis­lausninni á markaðnum og halda áfram að tala fyrir mikilvægi þess að bæta öryggis­menningu hjá ís­lenskum fyrir­tækjum og stofnunum“, segir Björn