Arion banki hefur breytt lánakjörum sínum í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Arion banki fylgir því í kjölfar Landsbankans sem hækkaði vexti í vikunni.
Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 7,59% og óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir eru óbreyttir og eru áfram 7,75%.
Á móti hækka bæði verðtryggðir breytilegir og fastir vextir til 5 ára íbúðalánavextir um 0,75 prósentustig og verða 2,94%.
Hægt er að sjá samanburð á lánakjörum bankanna og lífeyrissjóða vef Aurbjargar.