Matvælafyrirtækið Olifa á Íslandi ehf., sem er í eigu hjónanna Ásu Maríu Reginsdóttur og Emils Hallfreðssonar, hagnaðist um 38 milljónir í fyrra samanborið við 54 milljónir árið 2020.
Félagið, sem flytur m.a. inn olífuolíu, sósur og krydd frá Ítalíu, seldi vörur fyrir 309 milljónir króna í fyrra sem er 10% aukning frá fyrra ári.
Eignir félagsins voru bókfærðar á 133 milljónir og eigið fé nemur 114 milljónum.
Lykiltölur / Olifa á Íslandi
2020 |
281 m.kr. |
107 m.kr. |
76 m.kr. |
54 m.kr. |
Opnuðu pizzastaði með Gleðipinnum
Ása María og Emil, í samstarfi við Gleðipinna, opnuðu pizzastaðinn OLIFA – La Madre Pizza á Suðurlandsbraut, þar sem Eldsmiðjan var áður til húsa, og í nýja húsnæði Krónunnar í Skeifunni í ár.
Sjá einnig: Emil, Ása og Gleðipinnar opna pizzustað
„Við Emil höfum ástríðu fyrir góðum og vönduðum hráefnum eftir að hafa búið á Ítalíu í öll þessi ár. Hér höfum við fengið ljúft og gott mataruppeldi sem hefur mótað okkur mjög. OLIFA vörurnar hafa fengið frábærar viðtökur heima og það má segja að OLIFA - La Medre Pizza sé loks fyrsta skrefið í því að bjóða Íslendingum til borðs með okkur,“ sagði Ása María, framkvæmdastjóri Olifa, þegar tilkynnt var um opnun veitingastaðanna.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 6. október 2022.