Seðlabanki Íslands spáir nær engum hagvexti í ár samhliða því að stjórnarmyndarviðræður til vinstri séu langt á veg komnar. Ríkisfjármálin hafa verið fyrirferðarmest í viðræðunum samkvæmt formönnum flokkanna þriggja enda er gert ráð fyrir halla af rekstri ríkissjóðs til ársins 2028.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu báðar nýverið að ríkisstjórnin væri að skila verra búi af sér en talið var upphaflega eftir tilkynningu fjármálaráðuneytisins um að heildarafkoma ríkissjóðs yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári.
Rétt er að taka fram að samkvæmt ráðuneytinu var þetta þó nær einungis vegna lakari efnahagshorfa sem skilar sér í minni tekjuöflun en ekki vegna aðgerða á útgjaldahliðinni hjá fráfarandi ríkisstjórn.
Í nýafstöðnum alþingiskosningum var mikið talað um efnahagslegan stöðugleika og jafnvægi í ríkisfjármálunum en þeir flokkar sem standa nú í stjórnarmyndunarviðræðum töluðu þó afar lítið um hvernig ætti að auka verðmætasköpun og landsframleiðslu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði