Seðla­banki Ís­lands spáir nær engum hag­vexti í ár sam­hliða því að stjórnar­myndar­viðræður til vinstri séu langt á veg komnar. Ríkis­fjár­málin hafa verið fyrir­ferðar­mest í viðræðunum sam­kvæmt for­mönnum flokkanna þriggja enda er gert ráð fyrir halla af rekstri ríkis­sjóðs til ársins 2028.

Kristrún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, og Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Viðreisnar, sögðu báðar nýverið að ríkis­stjórnin væri að skila verra búi af sér en talið var upp­haf­lega eftir til­kynningu fjár­málaráðu­neytisins um að heildar­af­koma ríkis­sjóðs yrði neikvæð um 1,2 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu á næsta ári.

Rétt er að taka fram að sam­kvæmt ráðu­neytinu var þetta þó nær einungis vegna lakari efna­hags­horfa sem skilar sér í minni tekjuöflun en ekki vegna að­gerða á út­gjalda­hliðinni hjá fráfarandi ríkis­stjórn.

Í nýaf­stöðnum alþingis­kosningum var mikið talað um efna­hags­legan stöðug­leika og jafn­vægi í ríkis­fjár­málunum en þeir flokkar sem standa nú í stjórnar­myndunar­viðræðum töluðu þó afar lítið um hvernig ætti að auka verðmæta­sköpun og lands­fram­leiðslu.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði