Þorbjörg Helga er fyrrverandi borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Hún sat í borgarstjórn frá árinu 2006 til ársins 2014, þar sem hún öðlaðist mikilvæga innsýn í stefnumótun á vettvangi menntamála og geðheilbrigðis.

„Ég var í borginni að skoða hvernig hægt væri að styðja börn með frávik í heilastarfsemi, svo sem ADHD og einhverfu, innan skólakerfisins,“ segir Þorbjörg Helga. Henni varð fljótt ljóst að áskoranir nemenda væru margvíslegar og ólíkar, að skólarnir stæðu oft frammi fyrir verkefnum sem þeir réðu illa við og að fjármagnið nýttist ekki alltaf á réttan hátt. Þessi innsýn varð upphafið að stofnun Tröppu, sem veitir margvíslega sérfræðiráðgjöf til leik- og grunnskóla víðsvegar um landið. Hugmyndin að Köru Connect kviknaði síðan þegar hún sá möguleika á að nýta tæknina til að tryggja aukið aðgengi almennings að sérfræðingum með öruggum stafrænum vinnustöðvum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði