Bandarísk hluta­bréf hækkuðu við opnum markaða í kjölfar nýrrar vísitölu neyslu­verðs (CPI) sem jók væntingar um vaxtalækkun hjá Seðla­banka Bandaríkjanna næsta mánuð.

Verðbólga að frá­dregnum sveiflu­kenndum liðum í mat­væla- og orku­geiranum hækkaði þó og mældist 3,1% í júlí á árs­grund­velli, saman­borið við 2,9% í júní, og var ör­lítið yfir spám hag­fræðinga Wall Street Journal.

Hækkunin stafaði að mestu af hærra þjónustu­verði, á meðan verð á vörum hélst fremur stöðugt.

Heildar­verðbólga mældist 2,7%, sem var lítil­lega undir væntingum.

Tölurnar styrktu trú fjár­festa á því að Seðla­bankinn lækki stýri­vexti í septem­ber, einkum í ljósi áhyggna af þróun á vinnu­markaði.

Verðbólgutölur dagsins er fyrsta stórtæka út­gáfan frá Hag­stofu Bandaríkjanna eftir að Donald Trump Bandaríkja­for­seti lét víkja for­stöðu­mann stofnunarinnar, Erika McEntar­fer, vegna meints mis­ferlis í vinnslu vinnumarkaðsgagna.

Trump hefur til­kynnt að hann hyggist til­nefna hag­fræðinginn E.J. Antoni, gagn­rýnanda stofnunarinnar, í starfið.

Við opnun vestan­hafs hækkaði Dow Jones um 0,91% í 44.376 stig.

S&P 500 hækkaði um 0,58% í 6.410 stig.

Nas­daq hækkaði um 0,61% í 21.515 stig.

Intel hækkaði um 2,08% og hefur nú hækkað þrjá daga í röð eftir fund Trump með for­stjóra fyrir­tækisins, Lip-Bu Tan.

Ávöxtunar­krafa 10 ára ríkis­skulda­bréfa fór í 4,31%.