Sívaxandi verðbólga er í heimshagkerfinu um þessar mundir og er Hvíta-Rússland engin undantekning. Ársverðbólgan mældist 17,9% í ágúst og telja sérfræðingar að verðbólgan þar í landi muni fara upp í 19% á þessu ári.

Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur hins vegar gripið til óvenjulegra ráða í því skyni að stemma stigu við verðbólgunni. Hann hefur einfaldlega bannað verðhækkanir, að því er kemur fram í grein hjá Reuters fréttastofunni.

„Frá og með deginum í dag eru allar verðhækkanir bannaðar. Bannaðar!“ sagði Lukashenko á fundi ríkisstjórnarinnar.