Ný þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans til ársins 2025 verður kynnt á fundi í Silfurbergi Hörpu sem hefst kl. 8.30 í dag. Streymi af fundinum má finna hér að neðan.
Á fundinum kynnir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar, nýja þjóðhags- og verðbólguspá til ársins 2025 og Ari Skúlason, hagfræðingur, fer ítarlega yfir launa- og kaupmáttarþróun undanfarinna ára sem hefur verið einstaklega hagstæð en nú séu blikur á lofti.
Fundinum lýkur með pallborðsumræðum um vinnumarkaðinn og kjarasamningaviðræður sem fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir stýrir.
Þátttakendur í pallborði verða:
- Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
- Kristján Þórður Snæbjarnarson, sitjandi forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
- Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri.
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.