Benchmark Genetics Iceland hf. – áður Stofnfiskur hf. – hagnaðist um ríflega milljarð króna á síðasta rekstrarári, sem er lítillegur samdráttur milli ára.
Tekjur námu 3,8 milljörðum og drógust einnig lítillega saman, en fjórföldun virðisbreytingar lífmassa í 400 þúsund krónur skilaði hækkun rekstrarhagnaðs fyrir rannsóknar- og þróunarkostnað upp á tæpar 100 milljónir milli ára, sem nam 1,9 milljörðum króna.
Heildareignir námu 7,6 milljörðum í lok síðasta rekstrarárs, sem lauk í lok september, og jukust um tæpan fimmtung milli ára. Eigið fé nam 6,2 milljörðum og hafði aukist um ríflega fimmtung, og eiginfjárhlutfall nam því 81% og hækkaði um ríflega prósentustig.
Greidd laun námu rétt rúmum 800 milljónum og jukust um tæpan fimmtung milli ára, en ársverk voru 80 og fjölgaði um 4. Meðallaun á mánuði námu því 836 þúsund og hækkuðu um 13%. Hvorki var greiddur arður á síðasta né þarsíðasta ári, né leggur stjórn til greiðslu arðs í ár.
Í skýrslu stjórnar eru stjórnendur sagðir telja aðstæður fyrir laxeldi og sölu laxafurða hagfelldar um þessar mundir, og hafa í samræmi við það fjárfest í aukinni framleiðslugetu.