Halldór Brynjar Halldórsson hefur bæst í eigendahóp Logos, sem jafnframt hefur bætt við sig sex nýjum fulltrúum.
Halldór Brynjar Halldórsson er nýr í eigendahópi Logos lögmannsþjónustu
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
LOGOS lögmannsþjónusta hefur fengið nýjan eiganda í eigendahópinn og hefur bætt við sig sex nýjum löglærðum fulltrúum. Fulltrúarnir eru ráðnir til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá stofunni. LOGOS rekur sögu sína allt aftur til ársins 1907 en fyrirtækið er með skrifstofur bæði í Reykjavík og London.
Halldór Brynjar Halldórsson
hefur gengið til liðs við eigendahóp LOGOS. Hann hefur starfað á stofunni frá árinu 2007 en útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009. Halldór Brynjar lauk framhaldsnámi í evrópskum samkeppnisrétti frá Kings College í London árið 2017. Helstu starfssvið Halldórs Brynjars eru samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur, Evrópuréttur, kröfuréttur, málflutningur fyrir dómstólum og gjaldþrotaréttur. Unnusta Halldórs er Margrét Anna Einarsdóttir lögmaður og framkvæmdastjóri.