Elkem Ísland, sem rekur kísilmálmsverksmiðju á Grundartanga, er meðal stórnotenda sem hafa þurft að sæta skerðingum undanfarin ár.

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem Ísland, segir of snemmt að segja til um hvernig staðan verður í vetur en fyrirtækið sé í góðum samskiptum við Landsvirkjun um stöðu mála og fylgist með þróuninni.

Elkem Ísland, sem rekur kísilmálmsverksmiðju á Grundartanga, er meðal stórnotenda sem hafa þurft að sæta skerðingum undanfarin ár.

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem Ísland, segir of snemmt að segja til um hvernig staðan verður í vetur en fyrirtækið sé í góðum samskiptum við Landsvirkjun um stöðu mála og fylgist með þróuninni.

„Það er ekkert útséð um þetta strax en við erum byrjuð að undirbúa okkur fyrir skerðingar. Þetta er pínu erfitt því að óvissan er svo mikil, verða skerðingar eða ekki og hvernig eigum við að bregðast við á markaðnum, eigum við að draga úr sölu eða ekki. Svo fer þetta rosalega illa með búnaðinn þegar við þurfum að taka ofna út ár eftir ár. Þannig að þetta leggst auðvitað ekkert vel í mannskapinn en þetta er bara staðan.“

Árið 2022 og 2023 gat fyrirtækið nýtt skerðingartímabilið í viðhaldsverkefni en að sögn Álfheiðar er það ekki staðan núna. Eina lausnin, komi til þess að skerða þurfi raforku, sé að taka út ofn. Slíkt hefur óhjákvæmilega áhrif á reksturinn.

„Við þurfum að meta stöðuna út frá því hvernig við ætlum að fara út úr árinu með lagera, hversu mikið ætlum við að selja, því við þurfum að vernda lykilviðskiptavini. Við erum þar núna, að reyna að ná utan um þetta. Við höfum ekki lagst ofan í sviðsmyndagreiningar á mögulegum efnahagslegum áhrifum, þau verða bara svipuð og fyrri ár en það veltur líka alltaf svolítið á markaðnum, verð og eftirspurn sveiflast og þetta er mjög teygjanlegt út frá því,“ segir Álfheiður.

„Við fylgjumst með lónstöðunni og hvenær niðurdráttur hefst og ef hann hefst snemma þá verður staðan mjög erfið. Við sjáum það að um miðjan september eða í lok september að ef niðurdráttur hefst þá, þá erum við farin í mjög stífan vetur og þá fer allt á fullt í undirbúning, en það liggur ekkert fyrir núna.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.