Bandaríska flugfélagið Delta hefur keypt 2% hlut í Joby Aviation á 60 milljónir Bandaríkjadala. Joby Aviation sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á svokölluðum „fljúgandi rafleigubílum“ (e. Air-taxi). Þetta kemur fram í grein hjá Wall Street Journal.

Delta hyggst bjóða upp á þjónustu fljúgandi rafleigubíla í New York og Los Angeles. Hugmynd félagsins er sú að fljúgandi bílar geti komið fólki til og frá flugvöllum á fljótari máta en hefðbundnir leigubílar.

Ed Bastian forstjóri Delta sagði í tilkynningu að það væru betri og sjálfbærari leiðir til að koma sér upp á flugvöll en að sitja fastur í eins til tveggja klukkustunda umferðarteppu.