Hæstiréttur Ís­lands sneri rétt í þessu við ákvörðun Lands­réttar um að ÁTVR hafi verið heimilt að taka úr sölu tvær bjór­tegundir undir vöru­merkinu Faxe frá inn­flutnings­fyrir­tækinu Dista

Lands­réttur sneri við ákvörðun Héraðs­dóms Reykja­víkur sem sagði ákvarðanir ÁTVR hafa verið brot á ákvæðum stjórnar­skrár.

Dista stefndi ÁTVR fyrir dóm í nóvember 2021 og krafðist þess að tvær ákvarðanir stofnunarinnar yrðu felldar úr gildi.

ÁTVR hafði ákveðið að fella bjór­tegundirnar Faxe IPA og Faxe Wit­bier úr vöruúr­vali verslananna og hætta inn­kaupum á þeim þar sem fram­legð þeirra væri of lítil.

Dista taldi það ekki í samræmi við lög og brot á stjórnar­skrá en vísaði einnig til þess að með því að meta verð­leika vara út frá fram­legð frekar en eftir­spurn væri dýrari vörum haldið að neyt­endum.

Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að ÁTVR skuli gæta jafn­ræðis við val á vöru og ákvörðun um sölu og dreifingu áfengis, en ÁTVR er falið að ákveða árangur­sviðmið sölu­flokka og birta á vefs­væði sínu.

Bjórarnir sem voru fjarlægðir úr hillum ÁTVR.
Bjórarnir sem voru fjarlægðir úr hillum ÁTVR.

Vinsældir vara ráða m.a. hvar þær eru boðnar til sölu og hvar ekki, en mis­munandi vöru­fram­boð er í mis­munandi verslunum.

Í reglu­gerð segir að fram­legð, mis­munur á inn­kaups- og sölu­verði að frá­dregnum virðis­auka­skatti, síðastliðna tólf mánuði skuli ráða for­gangi vöru til dreifingar.

Til að bjór geti komist í svo­kallaðan kjarna­flokk þarf hann að falla í flokk þeirra fimmtíu bjóra sem besta hafa fram­legðina.

Bjór­tegundirnar tvær sem deilt var um, Faxe IPA og Faxe Wit­bier, náðu ekki í kjarna­flokkinn á grunni nefndra vöru­vals­reglna ÁTVR.

Var það reyndin þrátt fyrir að fleiri lítrar af þeim hafi selst en í til­felli annarra bjóra í sama vöru­flokki.

Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að ÁTVR skuli gæta jafn­ræðis við val á vöru og ákvörðun um sölu og dreifingu áfengis, en ÁTVR er falið að ákveða árangur­sviðmið sölu­flokka og birta á vefs­væði sínu.

Að mati Dista stóðust um­ræddar ákvarðanir ekki lög­mætis­regluna, um að ákvarðanir og að­gerðir stjórn­valda verði jafnt að eiga sér stoð í lögum sem og að vera í samræmi við þau, og lagaáskilnaðar­reglur stjórnar­skrárinnar.

At­vinnu­frelsið sé jú verndað í stjórnar­skrá og fyrir­komu­lag sölu áfengis sé inn­grip í það frelsi. Lög og reglur sem skerða það verði að vera skýrar, ót­víræðar og ekki háðar óljósu mati.

Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðustöðu árið 2022 að ákvarðanir ÁTVR um að fella vöru­teg­und­irn­ar úr vöru­úr­vali í kjarna­flokki og hætta inn­kaup­um á þeim „urðu sam­kvæmt því að vera í sam­ræmi við 1. mgr. 75. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og vera reist­ar á skýrri og ótví­ræðri laga­heim­ild. Engu breyt­ir í því sam­hengi þótt stefn­andi hafi átt þess kost að selja vör­ur sín­ar öðrum eða skrá þær til sölu í öðrum flokk­um stefnda.“