Eigið fé KP ehf, í eigu Birkis Kristinssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu og fjárfestis, nam 2,6 milljörðum króna í árslok 2019.
Eignir KP námu 3 milljörðum króna í árslok 2019. Þar á meðal er milljarðs króna hlutur í átöppunarfélagi Jóns Ólafssonar, Icelandic Water Holdings, sem og hlutir í gullnámufélaginu AEX Gold, Dohop og KEX Hostel.
KP hefur frá áramótum skilað inn ársreikningum áranna 2011 til 2019 til ársreikningaskrár en hafði fram að því ekki skilað inn ársreikningi frá árinu 2011.
Ársreikningaskrá hefur að undanförnu ýtt á eftir skilum ársreikninga félaga sem hafa ekki skilað þeim innan lögbundins tímafrests. Þann 14. janúar send ársreikningaskrá 58 félögum bréf um að ef þau skiluðu ekki ársreikningum innan fjögurra vikna yrði lögð fram krafa hjá héraðsdómi um að taka félögin til gjaldþrotaskipta .