Eldgos hófst laust fyrir klukkan 8 nú í morgun norðan við Grindavík, nánar tiltekið suðaustan við Hagafell að því er Veðurstofan telur.

Almannavarnir hafa hækkað almannavarnarstig í neyðarstig og þyrla Landhelgisgæslunnar er á vettvangi. Af fyrstu myndum úr flugi hennar að dæma hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem unnið var að norðan við bæinn.

Stofnunin sendi frá sér fjölda tilkynninga um gang mála í nótt auk þess að birta uppfærslur á vef sínum.

Rétt fyrir klukkan 3 hófst jarðskjálftahrina við Sunhnúksgíga og um 5-leytið fékkst það staðfest að kvikuhlaup væri hafið. Aðeins nokkrum mínútum áður en tilkynnt var um upphaf gossins sendi Veðurstofan svo frá sér uppfært hættumatskort.

Eldgos hófst laust fyrir klukkan 8 nú í morgun norðan við Grindavík, nánar tiltekið suðaustan við Hagafell að því er Veðurstofan telur.

Almannavarnir hafa hækkað almannavarnarstig í neyðarstig og þyrla Landhelgisgæslunnar er á vettvangi. Af fyrstu myndum úr flugi hennar að dæma hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem unnið var að norðan við bæinn.

Stofnunin sendi frá sér fjölda tilkynninga um gang mála í nótt auk þess að birta uppfærslur á vef sínum.

Rétt fyrir klukkan 3 hófst jarðskjálftahrina við Sunhnúksgíga og um 5-leytið fékkst það staðfest að kvikuhlaup væri hafið. Aðeins nokkrum mínútum áður en tilkynnt var um upphaf gossins sendi Veðurstofan svo frá sér uppfært hættumatskort.