Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður flugfélagsins Play, sagði mikilvægt að nýta næsta ár í að herða skrúfurnar í rekstrinum til að bæta rekstrarafkomuna á upplýsingafundi félagsins í gær.
Flugfélagið hafi vaxið hratt síðustu mánuði og fór floti félagsins úr sex vélum í tíu á árinu með tilheyrandi kostnaði. Á næstu ári verður hægt á vexti og hugsað um hagræðingu í rekstri.
„Almennt og heilt yfir þá líður okkur, án þess að tala fyrir alla í stjórninni, eins og það gangi býsna vel að reka þetta flugfélag,“ sagði Einar á fundinum í gær.
Play tilkynnti í gær að samkvæmt stjórnendauppgjöri hefði félagið skilað 10 milljóna dala rekstrarhagnaði, eða sem nemur 1,3 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 1,3 milljónir dala á sama tímabili í fyrra.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði