Joseph McClellan, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Alvotech, fékk úthlutað 154,038 hluti í Alvotech 15. mars síðastliðinn samkvæmt kaupsamningi.
Um er að ræða þóknun samkvæmt samningi McClellan við Alvotech en hann greiðir ekkert fyrir bréfin samkvæmt Kauphallartilkynningu.
Ef miðað er við dagslokagengi Alvotech þegar viðskiptin fóru fram er um 323 milljóna króna kaupauka að ræða.
Kom til Alvotech frá Pfizer 2019
Gengi Alvotech hefur þó lækkað töluvert síðustu daga og ef miðað er við dagslokagengi dagsins í dag er virði bréfa McClellan 292 milljónir króna.
McClellan hefur starfað hjá Alvotech frá árinu 2019 en hann kom til fyrirtækisins frá lyfjarisanum Pfizer. Hlutverk McClellan sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs er að sjá um rannsóknir og þróun lyfja hjá líftæknilyfjafyrirtækinu.