Gestur Geirsson,framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja var með 826 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri var hins vegar með 738 eða 88 milljónum króna minna.
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins um þá 100 Íslendinga sem höfðu mestar fjármagnstekjur árið 2021. Gestur er í 20. sæti en Þorsteinn Már í 22. sæti.
Margir starfsmenn Samherja eru á lista yfir þá sem voru með hæstu fjármagnstekjur í fyrra.
Fjallað er um þá 100 Íslendinga sem höfðu mestar fjármagnstekjur árið 2021 í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.