Milljarðamæringurinn Kelcy Warren, stjórnarformaður og forstjóri Energy Transfer, hefur höfðað mál á hendur Greenpeace-samtakanna.
Hafi hann betur óttast samtökin að það myndi marka endalok sín í Bandaríkjunum, enda krefst Warren þess að þeim verði gert að greiða fyrirtæki sínu 300 milljónir dala, eða sem nemur hátt í 42 milljörðum íslenskra króna.
Málið á rætur sínar að rekja til rúmlega áratugs langra deilna milli Energy Transfer og Greenpeace-samtakanna en þau síðarnefndu hafa beitt sér fyrir því að leggja stein í götu nýrra leiðsluframkvæmda hjá Energy Transfer.
Þá sakar Warren Grænfriðunga um að hin ýmsu skemmdarverk á leiðslum félagsins, auk þess að hafa vísvitandi dreift röngum upplýsingum um fyrirtækið og framkvæmdir á vegum þess.