Gengi Síldarvinnslunnar, Brims og Ísfélagsins tók að lækka í viðskiptum í hádeginu í dag skömmu eftir að greint var frá því að ríkisstjórnin hygðist ætla að hækka veiðigjaldið allverulega.
Gengi Síldarvinnslunnar leiðir lækkanir á aðalmarkaði um þessar mundir en hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað um tæp 3,5%.
Gengi Brims hefur lækkað um rúm 3% á meðan gengi Ísfélagsins hefur lækkað um 1,5%.
Ísfélagið komið undir útboðsgengi
Í almennu hlutafjárútboði Ísfélagsins, í aðdraganda skráninga útgerðarfélagsins á aðalmarkað Kauphallarinnar í lok árs 2023, var almenningi boðið að kaup í útgerðarfélaginu á föstu verði á genginu 135 krónur á hlut.
Eftir lækkanir dagsins í kjölfar blaðmannafundar ríkisstjórnarinnar er markaðsvirði bréfanna í fyrsta sinn komið undir útboðsgengi en gengi Ísfélagsins stendur í 134,4 krónum um þessar mundir.
Hlutabréfaverð útgerðarfélaganna hefur ekki átt sjö daganna sæla á árinu en loðnubrestur og hagnaðarsamdráttur hefur litað viðskipti með bréf þeirra.
Gengi Ísfélagsins hefur lækkað um rúm 10% það sem af er ári á meðan gengi Síldarvinnslunnar hefur lækkað um tæp 10%. Hlutabréfaverð Brims hefur lækkað um tæp 7%.
Töluverðar áskoranir eru í greininni um þessar mundir og mun ákvörðun stjórnvalda að auka veiðigjaldið fjölga þeim áskorunum.