Ljósleiðarinn frá Gagnaveitu Reykjavíkur hefur verið tilnefndur til Carriers World Awards, alþjóðlegra verðlauna á vegum rannsóknarsetursins Total Telecom, og fyrirtækið kallað eitt framsæknasta fjarskiptainnviðafyrirtæki í heildsölu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins.
Gagnaveita Reykjavíkur er þar á meðal fimm framúrskarandi fjarskiptafyrirtækja, meðal annars Deutsche Telekom og HGC Global Communications. Endanlegur sigurvegari verður svo valinn á Carriers World ráðstefnunni í London þann 11. september.
Þá er Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, á meðal sex einstaklinga sem tilnefndir eru sem heildsali ársins í fajrskiptaþjónustu.