Eldur Ólafs­son, for­stjóri Amaroq Minerals, segir að öllu ó­breyttu muni fé­lagið fram­leiða gull fyrir árs­lok samkvæmt árshlutauppgjöri fyrri árshelmings.

Heildar­greiðslu­geta fé­lagsins stendur í 62,2 milljónum Banda­ríkja­dala eða sem nemur um 8,5 milljörðum króna á gengi dagsins. Mun það vera lækkun úr 96,3 milljónum banda­ríkja­dala í lok mars.

Um er að ræða reiðu­fé og ó­nýttar lána­línur en fé­lagið opnaði þrjár nýjar lána­línur fyrir 35 milljónir dala hjá Lands­bankanum í júlí­mánuði.

Veltu­fé frá rekstri í gull­starf­seminni, að undan­skilinni á­byrgð á breyti­legum skulda­bréfum, nam 50,5 milljónum Banda­ríkja­dala, þar af fóru 19,6 milljónir Banda­ríkja­dalir í fyrir fram greiddar verk­taka­greiðslur í tengslum við Nalunaq-námuna.

„Upp­bygging í Nalunaq gengur vel og erum við á góðri leið með að ná mark­miðum okkar um fram­leiðslu á gulli síðar á þessu ári. Við höfum lokið við upp­setningu á aðal­mann­virki vinnslu­svæðisins og næsta skref er að færa tæki og aðra nauð­syn­lega hluti inn í bygginguna til upp­setningar. Annar stór á­fangi á árs­fjórðungnum var að fá sam­þykki græn­lenskra stjórn­valda á um­hverfis- og sam­fé­lags­mati fyrir Nalunaq-námuna. Við erum stað­ráðin í að við­halda hæstu stöðlum um­hverfis- og sam­fé­lags­legrar á­byrgðar þegar kemur að því að gang­setja fram­leiðslu í Nalunaq,“ segir Eldur í uppgjörinu.

Sam­kvæmt upp­gjörinu vinna 96 manns við Nalunaq-námuna á hverjum degi en fram­kvæmdum á svæðinu er að mestu lokið.

Sem fyrr segir býst fé­lagið við því að ná að fram­leiða gull á fjórða árs­fjórðungi þessa árs á­samt því að ljúka að­stöðu fyrir um 120 manns á svæðinu.

„Rann­sóknir á frekari auð­lindum í Nalunaq og á öðrum á­lit­legum rann­sóknar­leyfum fé­lagsins ganga einnig vel. Boranir eru þegar hafnar í Target Block í Nalunaq sem og við ný­lega reistar rann­sóknar­búðir í Stenda­len.

Þá gengum við einnig frá sam­komu­lagi í júlí um helstu skil­mála að nýrri láns­fjár­mögnun við Lands­bankann, sem mun auka að­gengi okkar að láns­fé og lengja í nú­verandi ó­á­dregnum lána­línum fé­lagsins. Þessi fjár­mögnun mun ein­falda lána­skipan fé­lagsins í einn samning á hag­stæðari kjörum á­samt því að styrkja lausa­fjár­stöðu fé­lagsins,“ segir Eldur.