Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson hafa selt allan fimmtungshlut sinn í fjárfestingarfélaginu Streng.
Kaupendur eru félög sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni sem hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingarfélagi með því að hafa keypt 20% hlut í Strengi, samkvæmt frétt Innherja.
Gunnar og Þórarinn fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum. Þeir eru því orðnir meðal stærstu hluthafa fasteignafélagsins.
Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að viðskiptafélagarnir hefðu nýverið keypt um 40% Hannesar Steindórssonar í fasteignasölunni LIND í gegnum fjárfestingarfélag sitt IREF.
Fjárfestingarfélagið IREF hagnaðist um 452 milljónir árið 2022 samanborið við 1,8 milljarða árið 2021. Eignir félagsins voru bókfærðar á 5,3 milljarða króna í árslok 2022 samanborið við 3,7 milljarða árið áður. Eigið fé var um 4,3 milljarðar.