Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn opnaði grænn í dag en helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað um 1,5%-2,8% það sem af er degi. Fjölmiðlar vestanhafs rekja hækkunina til uppgjörs stóru bankana og U-beygju bresku ríkisstjórnarinnar í skattamálum.

Í umfjöllun Reuters er sérstaklega horft til Bank of America sem birti uppgjör í morgun. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð dala á þriðja ársfjórðungi, sem er 8% minna en á sama tíma í fyrra en var engu að síður yfir spám greiningaraðila. Hlutabréf Bank of America hafa hækkað um meira en 4% í dag.

Helstu hlutabréfavísitölur:

  • S&P 500: +2,3%
  • Dow industrials: +1,5%
  • Nasdaq Composite: +2,8%