Gengi líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech hefur hækkað um tæpt present í 127 milljón króna viðskiptum í dag. Hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um rúm 1% síðastliðinn mánuð en félagið birtir árshlutauppgjör eftir lokun markaða í dag.
Frá síðasta uppgjöri hefur Alvotech farið í klárað lokað útboð til stofnanafjárfesta á samtals 7.500.000 hlutum, annars vegar í sænskum heimildarskírteinum (SDR) og hins vegar í hlutabréfum og keypt allan rekstur og aðstöðu Ivers-Lee, sem er með höfuðstöðvar í Burgdorf í Sviss.
Ivers-Lee sérhæfir sig í þjónustu við lyfjaiðnaðinn og hefur áratugareynslu af hágæðasamsetningu og -pökkun lyfja.
Fjárfestar loka skorstöðum
Samkvæmt gögnum frá Nasdaq fyrir júlímánuð virðist vera að fjárfestar hafi verið byrjaðir að loka skorstöðum í mánuðinum.
Skortstöður með hlutabréf Alvotech drógust saman um 38% í júlí eftir að þær náðu hæstu hæðum í lok júnímánaðar.
Samkvæmt Nasdaq minnkuðu fjárfestar skortstöður talsvert á seinni helmingi júlímánaðar eða um 35%.
Fjöldi skortseldra bréfa Alvotech var um 1,11 milljónir hluta að nafnvirði þann 31. júlí síðastliðinn, samanborið við 1,69 milljónir þann 15. júlí og 1,78 milljónir í lok júní.
Dagleg velta með hlutabréf Alvotech í júlí var meiri en hún hefur eða að jafnaði var að jafnaði um 320 þúsund hlutir á dag, samanborið við ríflega 200 þúsund í júní.
Miðað við heildarfjölda skortseldra hlutabréfa Alvotech um miðjan júlímánuð hefði það tekið fjárfesta samtals 3,6 daga að loka stöðum sínum, út frá svokölluðum „Days to Cover“-mælikvarða.